Ólöf Steinunn Þórsdóttir var fædd 11. mars 1939. Hún lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð 24. ágúst 2024.

Foreldrar Ólafar voru Þór Þorsteinsson frá Bakka og Guðrún Björg Jóhannesdóttir frá Engimýri. Eldri systkini Ólafar voru Símon Beck, f. 9. september 1931, og María Björk, f. 22. maí 1933. Bæði látin.

Ólöf elst upp á Bakka og býr þar alla tíð. Að loknum grunnskóla fór Ólöf í Kvennaskólann á Blönduósi. Utan búsins starfaði hún í sælgætisgerðinni Lindu nokkur misseri.

Sonur Ólafar er Helgi Þór Helgason, f. 1964, og á hann einn dreng; Elmar Darra, f. 2011.

Ólöf og Símon bróðir hennar tóku við búinu á Bakka en 1981 gengur Helgi inn í búreksturinn í stað Símonar, en hann var þá látinn.

Í tíð

...