Svanur Jóhannesson fæddist 23. september 1929 á heimili móður sinnar Hróðnýjar, að Hróðnýjarstöðum í Laxárdalshreppi, Dal. Foreldrar hans giftu sig ári síðar og stofnuðu heimili að Sámsstöðum í Laxárdal þar sem foreldrar Jóhannesar bjuggu þá, en um…
Hjónin Svanur og Ragnheiður á heimili sínu árið 1972.
Hjónin Svanur og Ragnheiður á heimili sínu árið 1972.

Svanur Jóhannesson fæddist 23. september 1929 á heimili móður sinnar Hróðnýjar, að Hróðnýjarstöðum í Laxárdalshreppi, Dal. Foreldrar hans giftu sig ári síðar og stofnuðu heimili að Sámsstöðum í Laxárdal þar sem foreldrar Jóhannesar bjuggu þá, en um 1932 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og faðir hans fór að kenna við Austurbæjarskólann sem þá var nýbyggður. Hann kenndi síðan við skólann stuttan tíma, til 1933, en eftir það stundaði hann ritstörf í Reykjavík til 1940.

Þessi ár bjuggu þau á Njálsgötu 44 hjá gamalli konu, Þuríði Friðriksdóttur ljósmóður, í næsta nágrenni við Austurbæjarskólann. Heimilið var eitt kvistherbergi á 2. hæð í þessu gamla húsi og brattur stigi alveg út á tröppur. Svanur man eftir því að hafa rúllað niður þennan stiga út á steintröppur fyrir utan. „Annars man ég lítið frá þessum tíma. Jú, annars, mér áskotnuðust nokkrir smáaurar og fyrsta hugsunin var að að kaupa

...