Varnaðarorð gegn skautun í samfélaginu þar sem fólk skipar sér í andstæðar fylkingar í stað þess að leita hins gullna meðalvegar og horfa á það sem við eigum sameiginlegt. Þetta var þráður í prédikun sr
Mæðgur Heiðbjört Anna og Kristín Þórunn með sinn kettlinginn hvor og timburkirkjuna fallegu í bakgrunni.
Mæðgur Heiðbjört Anna og Kristín Þórunn með sinn kettlinginn hvor og timburkirkjuna fallegu í bakgrunni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Varnaðarorð gegn skautun í samfélaginu þar sem fólk skipar sér í andstæðar fylkingar í stað þess að leita hins gullna meðalvegar og horfa á það sem við eigum sameiginlegt. Þetta var þráður í prédikun sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur í innsetningarræðu þegar hún tók við embætti sóknarprests í Skálholti í gær, sunnudag.

„Frelsarinn hefði aldrei samþykkt að fólk skipi sér í þær andstæðu fylkingar sem nú verður vart. Þeir sem segjast réttlátir telja aðra gjarnan vera synduga og aftur öfugt. Svona einfaldur er veruleikinn ekki. Við erum öll í sama liði,“ segir Kristín Þórunn. Hún á að baki langt starf úti á akrinum og víða. Hún þjónaði um skeið við Laugarneskirkju í Reykjavík, svo á Egilsstöðum en er nú sveitaprestur á Suðurlandi.

...