John Stones bjargaði stigi fyrir Englandsmeistara Mancehster City þegar liðið tók á móti Arsenal í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með dramatísku jafntefli, 2:2, en Stones jafnaði metin fyrir City þegar átta…
Jöfnunarmark Jon Stones fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Arsenal.
Jöfnunarmark Jon Stones fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Arsenal. — AFP/Paul Ellis

John Stones bjargaði stigi fyrir Englandsmeistara Mancehster City þegar liðið tók á móti Arsenal í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

Leiknum lauk með dramatísku jafntefli, 2:2, en Stones jafnaði metin fyrir City þegar átta mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma síðari hálfleiks.

Erling Haaland kom City yfir strax á 9. mínútu með sínu 10. marki á tímabilinu en Riccardo Calafiori jafnaði metin fyrir Arsenal á 22. mínútu. Gabriel kom Arsenal svo yfir á undir lok fyrri hálfleiks, 2:1, en mínútu síðar fékk Leandro Trossard að líta sitt annað gula spjald hjá Arsenal og þar með rautt. Arsenal-menn léku því einum manni færri allan síðari hálfleik og virtust vera að ná gríðarlega mikilvægum sigri áður en Stones jafnaði metin og tryggði City stig í

...