— Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Evrópskri samgönguviku lauk
í gær með bíllausa deginum
þar sem almenningur var hvattur til þess að skilja bílinn sinn eftir heima og nýta sér almenningssamgöngur, hjóla eða ganga til þess að koma sér á milli staða.

Frítt var í landsbyggðarstrætó og í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni dagsins.

Þrátt fyrir að almenningur hafi verið hvattur til þess að skilja bílinn eftir heima segir Lúðvík Kristinsson, varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að hann hafi ekki orðið var við minni bílaumferð í gær.

„Við höfum ekkert rætt það neitt sérstaklega. Ég myndi bara segja hana [umferðina] hafa verið í takt við aðra sunnudaga.“