Skáli Páll Guðmundsson við húsið á heiðinni sem er mjög reisulegt að sjá.
Skáli Páll Guðmundsson við húsið á heiðinni sem er mjög reisulegt að sjá. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Búið er að hlaða veggi og setja þak á sæluhús i gamla stílnum austarlega á Mosfellsheiði. Þarna hefur verið endurreist bygging sem stóð frá um 1890 fram yfir 1930 við þáverandi Þingvallaleið. Þegar nýr vegur var lagður fór húsið á heiðinni úr alfaraleið og féll um síðir saman.

Fyrir nokkrum árum var afráðið á vettvangi Ferðafélags Íslands að endurreisa húsið, sem er 28 fermetrar að grunnfleti og veggir úr tilhöggnu grjóti. Tvíburabræðurnir Ævar múrari og Örvar trésmiður Aðalsteinssynir hafa haft veg og vanda af framkvæmdum og Unnsteinn Elíasson hlaðið veggi. Bjarki Bjarnason í Mosfellsbæ hefur stýrt verkefninu sem víða hefur notið stuðnings. „Hinn menningarlegi þáttur í starfi okkar er stór. Að þeim rótum hlúum við í þessu verkefni,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.

Þegar farið er að

...