Mjög áhugavert er fyrir Ísland að vista erlenda brotamenn í öðrum löndum

Hugmyndir um að semja við aðrar þjóðir um að vista erlenda menn sem dæmdir eru í fangelsi hér á landi kunna að virðast framandi og jafnvel fjarstæðukenndar í fyrstu, en þær hafa engu að síður verið nýttar í Evrópu og eru mjög til skoðunar þar. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur Eistland boðið öðrum ríkjum Evrópu upp á að vista fanga og meðal annars í Bretlandi er verið að skoða þennan kost, enda fangelsi yfirfull þar í landi.

Yfirfull fangelsi eru orðin vandamál víðar í álfunni og eru einnig vel þekkt og kostnaðarsamt vandamál hér. Áform eru um að reisa hér nýtt fangelsi fyrir 14 milljarða króna, sem allar líkur eru á að yrðu mun fleiri ef reynslan er nokkur vísbending í þeim efnum. Þó er ekki langt liðið frá því að fullkomið fangelsi var byggt á Hólmsheiði, en vandinn er sá að við höfum ekki undan að bæta við rýmum fyrir nýja fanga, svo mjög fjölgar erlendum afbrotamönnum og

...