Framsókn og ríkisstjórnin hafa á hverju þingi í tvö kjörtímabil tekið afstöðu gegn frumvarpi Flokks fólksins um hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna.
Eyjólfur Ármannsson
Eyjólfur Ármannsson

Eyjólfur Ármannsson

Þann 19. september skrifaði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, grein í Morgunblaðið þar sem hún hrósar bæði sjálfri sér og flokknum fyrir allt sem þau hafi gert fyrir eftirlaunaþega á Íslandi. Nú, líkt og áður, á að dusta rykið af gömlu leikbókinni og innantóm kosningaloforð eru sett á oddinn. Látum í staðinn verkin tala og skoðum það sem raunverulega hefur verið gert á þessu kjörtímabili:

Ingibjörg byrjar á því að segja: „Við í Framsókn höfum lagt áherslu á að vernda hag eldri borgara og síðustu ár hafa mikilvæg skref verið tekin í átt að því að bæta kjör þeirra.“ Þessi fullyrðing er ekki á rökum reist.

Á þessu kjörtímabili hefur fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrými aukist um 30%. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir uppbyggingu

...