Aldrei kemst maður í uppnám hér í Málinu: verður æstur. En uppnám er líka glundroði, ringulreið, æsingar, vandræði: „Það varð uppnám í brúðkaupsveislunni þegar tjaldið féll saman.“ „Það er allt í uppnámi á vinnumarkaði eftir að atvinnurekendur lögðu …

Aldrei kemst maður í uppnám hér í Málinu: verður æstur. En uppnám er líka glundroði, ringulreið, æsingar, vandræði: „Það varð uppnám í brúðkaupsveislunni þegar tjaldið féll saman.“ „Það er allt í uppnámi á vinnumarkaði eftir að atvinnurekendur lögðu til kauplaust ár.“ „Nýi flokkurinn er í uppnámi, kemur sér ekki saman um nafn.“