Varsla Ólafur Íshólm Ólafsson kýlir frá marki Framara í gærkvöldi.
Varsla Ólafur Íshólm Ólafsson kýlir frá marki Framara í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Fylkir og Vestra eru í vondum málum í neðstu sætum Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að bæði lið töpuðu stigum í 23. umferð deildarinnar í gær. Fylkir tapaði fyrir Fram, 2:0, í Úlfarsárdal og er nú þremur stigum frá HK, sem er í 10. sætinu en HK á leik til góða á bæði Fylki og Vestra. Vestri gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í Vestrubæ, 2:2, þar sem Vestramenn lentu tvívegis undir í leiknum.

Vestri mætir HK og Fylki á heimavelli í lokaumferðunum og Fram og KA á útivelli. Fylkir mætir KA og KR á heimavelli en HK og Vestra á útivelli.

Fram – Fylkir 0:0

1:0 Alex Freyr Elísson 23.

2:0 Magnús Þórðarson 43.

...