Tónlistarhátíðin The Proms er haldin á hverju ári í Royal Albert Hall í London og stendur í nokkrar vikur. BBC-sjónvarpsstöðvarnar hafa fyrir reglu að sýna frá hátíðinni. Ljósvakahöfundur horfir þá og hlustar andaktugur
Hough Snillingur sem kann að bregða á leik.
Hough Snillingur sem kann að bregða á leik. — Wikipedia/Quincena Musical

Kolbrún Bergþórsdóttir

Tónlistarhátíðin The Proms er haldin á hverju ári í Royal Albert Hall í London og stendur í nokkrar vikur. BBC-sjónvarpsstöðvarnar hafa fyrir reglu að sýna frá hátíðinni. Ljósvakahöfundur horfir þá og hlustar andaktugur. Einn af hápunktunum í ár var flutningur á níundu sinfóníu Beethovens þar sem flytjendur fluttu verkið eftir minni. Enginn var með nótur og texta, hvorki hljóðfæraleikarar, söngvarar né hljómsveitarstjóri. Þarna sannaðist að minnið getur verið óbrigðult. Flutningurinn var glæsilegur, flytjendur voru greinilega stoltir af frammistöðunni og áheyrendur stórhrifnir.

Lokatónleikarnir á The Proms eru alltaf hrífandi og mannbætandi. Dagskráin hefst á hátíðlegum nótum en undir lokin verða áheyrendur stór hluti af tónleikunum, syngja hástöfum með og veifa fánum. Öllum finnst svo

...