KA tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu karla á laugardaginn eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík, 2:0, í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Akureyringa sem félagið verður bikarmeistari í knattspyrnu en Víkingar …
Bikarmeistarar Leikmenn KA fagna bikarmeistaratitlinum með stuðningsmenn sína í bakgrunni en Akureyringar fjölmenntu á Laugardalsvöll um helgina.
Bikarmeistarar Leikmenn KA fagna bikarmeistaratitlinum með stuðningsmenn sína í bakgrunni en Akureyringar fjölmenntu á Laugardalsvöll um helgina. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Bikarinn

Bjarni Helgason

Víðir Sigurðsson

KA tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu karla á laugardaginn eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík, 2:0, í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Akureyringa sem félagið verður bikarmeistari í knattspyrnu en Víkingar höfðu unnið keppnina fjórum sinnum í röð, árin 2019, 2021, 2022 og 2023, og áttu því titil að verja.

Viðar Örn Kjartansson kom Akureyringum yfir á 37. mínútu eftir mikinn atgang í vítateig Víkinga. Daníel Hafsteinsson átti þá hornspyrnu inn á teiginn sem Víkingum gekk illa að koma frá marki og Viðar Örn ýtti boltanum yfir marklínuna af stuttu færi og staðan var orðin 1:0. Dagur Ingi Valsson innsiglaði svo sigur Akureyringa þegar níu mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma síðari hálfleiks

...