Rannsóknir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson hefur rannsakað undirbúning Íslendinga og þátttökuna á Ólympíuleikunum í London árið 1948.
Rannsóknir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson hefur rannsakað undirbúning Íslendinga og þátttökuna á Ólympíuleikunum í London árið 1948. — Morgunblaðið/Eggert

Með rúmlega 100 kíló af íslenskum mat í farteskinu

Vegna efnahagsaðstæðna í Bretlandi og matarskorts þótti ekki ráðlegt að stóla eingöngu á breskan mat á Ólympíuleikunum þar sem vitað var að lítið væri til af ákveðnum matvælum. Strax í janúar árið 1948 lagði Ólafur Sveinsson ritari ÓÍ fram tillögu að matseðli fyrir keppendur Íslands meðan á leikunum stæði. Ólafi og Jóni Kaldal var svo falið að útfæra þennan matseðil frekar. Íslendingum hafði verið uppálagt af undirbúningsnefndinni í London að útnefna sérstakan eftirlitsmann um matartilbúning Íslendinga. Ólympíunefnd Íslands fann það því ekki upp hjá sjálfri sér að taka með sér nesti til London þó svo að nestismál Íslendinga hafi verið skipulögð af ÓÍ.

Þórir Jónsson yfirmatsveinn á Hótel Borg var fenginn til að setja saman lista yfir mat sem íslenski ólympíuhópurinn tók með sér. ÓÍ þurfti reyndar að

...