Bandaríska viðskiptaráðuneytið ætlar að leggja á bann við notkun kínversks hug- og vélbúnaðar í nettengdum og sjálfakandi bílum. Hafa stjórnvöld vestanhafs áhyggjur af að kínversk félög geti safnað miklu magni gagna um bandaríska ökumenn og innviði…
Gina Raimondo
Gina Raimondo — AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Bandaríska viðskiptaráðuneytið ætlar að leggja á bann við notkun kínversks hug- og vélbúnaðar í nettengdum og sjálfakandi bílum. Hafa stjórnvöld vestanhafs áhyggjur af að kínversk félög geti safnað miklu magni gagna um bandaríska ökumenn og innviði og eins sé ekki hægt að útiloka að kínversk stjórnvöld geti með beinum hætti haft áhrif á virkni nettengdra bifreiða. Reuters greindi frá þessu um helgina og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Inngrip af þessum toga myndu í reynd jafngilda banni á innflutningi kínverskra bíla nema framleiðendur fjarlægi fyrst ýmsan búnað úr þeim. Stutt er síðan bandarísk stjórnvöld ákváðu að leggja 100% innflutningstoll á kínverska rafbíla til að reyna að stemma stigu við vaxandi vinsældum þeirra.

Gina M. Raimondo viðskiptaráðherra Bandaríkjanna varaði við því á þingnefndarfundi í maí síðastliðnum að

...