Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna að farið yrði í sérstakt flug til þess að kanna hvort fleiri hvítabirni væri að finna á landinu. Til stendur að fara í flugið í dag ef veður og skyggni leyfir
Hvítabirnir Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir fluginu í varúðarskyni.
Hvítabirnir Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir fluginu í varúðarskyni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna að farið yrði í sérstakt flug til þess að kanna hvort fleiri hvítabirni væri að finna á landinu. Til stendur að fara í flugið í dag ef veður og skyggni leyfir.

Flugið er aðeins í varúðarskyni og ekki leikur grunur á að fleiri hvítabirnir séu á landinu.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar

...