Guðrún Guðmundsdóttir (Gauja) fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1941. Hún lést 10. september 2024 á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.

Foreldrar Guðrúnar voru Guðmundur Halldórsson Jónsson framreiðslumeistari, f. 10. mars 1910, d. 12. júlí 1989, og Sigurbjörg Viktoría Sigurgeirsdóttir húsmóðir, f. 16. janúar 1909, d. 1. október 1989.

Systkini Guðrúnar eru: Sigmundur, f. 7. maí 1928, d. 8. júlí 2018, Sigríður, f. 8. ágúst 1929, d. 29. júlí 2003, Jón Þorbergur, f. 9. júní 1932, d. 7. mars 2007, Egill, f. 13. janúar 1936, d. 16. janúar 1956.

Guðrún giftist 10. mars 1961 eftirlifandi eiginmanni sínum, Ragnari Gunnarssyni matreiðslumeistara, f. 8. desember 1933. Foreldrar Ragnars voru Gunnar Vilhjálmsson, f. 14. júní 1905, d. 15. júlí 1974, og Guðlaug Guðrún Guðlaugsdóttir, f. 31. maí 1908, d. 30.

...