Leikverkið Ariasman verður sett upp á Bókasafni Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, á fimmtudag, 26. september, kl. 19.30. Kómedíuleikhúsið stendur að sýningunni. „Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar,…
Einleikur Elfar Logi flytur einleikinn Ariasman, sem fjallar um Baskavígin.
Einleikur Elfar Logi flytur einleikinn Ariasman, sem fjallar um Baskavígin.

Leikverkið Ariasman verður sett upp á Bókasafni Hafnarfjarðar, Strandgötu 1, á fimmtudag, 26. september, kl. 19.30. Kómedíuleikhúsið stendur að sýningunni.

Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31 baskneskur skipsbrotsmaður veginn af vestfirskum bændum. Ariasman er leikgerð sem er byggð á samnefndri sögulegri skáldsögu Tapio Koivukari um Baskavígin sem eru í raun fyrstu og vonandi einu fjöldamorð Íslandssögunnar,“ segir um verkið í tilkynningu.

Verkið er einleikur sem leikarinn Elfar Logi Hannesson flytur. Sigurður Ívar Helgason sér um ljós, Þ. Sunnefa Elfarsdóttir sér um búninga, Björn Thoroddsen um tónlist en leikmynd og leikstjórn er í höndum Marsibilar G. Kristjánsdóttur.