Íslensk orðabók: Veimiltíta: kvk. 1. lágur og grannvaxinn maður; maður, sem þolir lítið (t.d. áreynslu eða vosbúð). 2. fugl af snípuætt.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Þórir S. Gröndal

Á unglingsskólaárunum endur fyrir löngu var leikfimi skyldufag og nemendum gefin einkunn rétt eins og fyrir landafræði og reikning. Þar sem ég var ekki mjög fimur í því fagi fékk ég einatt lága einkunn, sem dró niður aðaleinkunnina. Ef satt skal segja kveið ég alltaf fyrir leikfimistímunum. Ég verð að viðurkenna að ég var hálfgerð veimiltíta og hafði oft ekki nægilegt þrek og kraft til afreka í rimlum og klifurs í köðlum. Svo hafði ég mikinn beyg af kistunni og hestinum. Mér fannst þessi leikfimistæki hálfgerð píningartól.

Í stað þess að láta okkur gera reglulegar hópæfingar var okkur oftast skipt niður í raðir og við látnir glíma við leikfimistækin. Ég man svo glöggt eftir mér standandi í biðröð við eitthvert tækið skjálfandi á beinunum. Með aðstoð kennarans skrönglaðist ég yfir kistu og hest, en gafst oftast upp fyrir rimlum

...