Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Því er stundum haldið fram að til sé sérstakt bílagen hjá Íslendingum. Að það sé ástæðan fyrir því að það sé vonlaust að fá fólk til að nota almenningssamgöngur. Árið 2004 flutti Strætó alls 7,9 milljónir farþega. Í fyrra voru farþegarnir 12,6 milljónir. Það er 60% aukning – og mikill árangur. En getum við gert betur? Getur þessi svokallaða bílaþjóð með sitt meinta bíla-DNA mögulega farið meira í strætó?

Sitt sýnist hverjum. Í fjölmiðlum hafa nýlega birst skoðanagreinar þar sem því er haldið fram að óraunhæft sé að gera áætlanir til framtíðar sem gera ráð fyrir að fleiri noti strætó, jafnvel þó að innviðir batni og þjónustan og tíðnin verði aukin. Þarna er væntanlega verið að gera ráð fyrir því að eðlisávísun Íslendingsins segi stopp og haldi tryggð við bílinn.

En erum við bílaþjóð?

Árið 1962 var í fyrsta sinn framkvæmd talning

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir