Sprungu Leifar af símboðum sem sprungu í Líbanon í síðustu viku.
Sprungu Leifar af símboðum sem sprungu í Líbanon í síðustu viku. — AFP

Íranski Lýðveldisvörðurinn, úrvalssveit íranska hersins, hefur skipað öllum liðsmönnum sínum að hætta að nota samskiptatæki í kjölfar þess að þúsundir símboða og talstöðva í fórum félaga í Hisbollah-samtökunum í Líbanon sprungu í síðustu viku.

Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Lýðveldisverðinum.

Annar þeirra sagði við fréttastofuna að nú stæði yfir umfangsmikil rannsókn á öllum tækjum sem Lýðveldisvörðurinn notar, ekki aðeins samskiptatækjum. Hann sagði að flest þessara tækja væru framleidd í Íran eða flutt inn frá Kína eða Rússlandi.

Þá sagði foringinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að Íranar hefðu áhyggjur af því að ísraelskir leyniþjónustumenn hefðu náð að komast inn í raðir Lýðveldisvarðarins og hugsanlega væru Íranar þar

...