„Þetta hefur farið ágætlega af stað og við erum búin að vinna alla okkar leiki, að undanskildum leiknum gegn Fortuna Hjörring um helgina,“ sagði knattspyrnukonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið
6 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur byrjaði tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni af miklum krafti og er markahæst í deildinni með sex mörk.
6 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur byrjaði tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni af miklum krafti og er markahæst í deildinni með sex mörk. — Ljósmynd/@FCNordsjaelland

Danmörk

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Þetta hefur farið ágætlega af stað og við erum búin að vinna alla okkar leiki, að undanskildum leiknum gegn Fortuna Hjörring um helgina,“ sagði knattspyrnukonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið.

Emilía, sem er 19 ára gömul, er samningsbundin Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar með 6 mörk í sex leikjum.

Nordsjælland situr í öðru sæti deildarinnar með 15 stig eftir fyrstu sex umferðirnar, stigi minna en topplið Fortuna Hjörring.

Framherjinn hefur raðað inn mörkunum í Danmörku og var markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 mörk þegar Nordsjælland

...