Í liðinni viku var fallegur bragur um alþýðukonuna dugmiklu Línu Dalrós Gísladóttur. Einar Kr. Guðfinnsson sendi mér línu og sagði þetta eina mestu merkiskonu sem hann hefði kynnst. „Í ævisögu afa míns og nafna Einars sögu Guðfinnssonar, sem…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Í liðinni viku var fallegur bragur um alþýðukonuna dugmiklu Línu Dalrós Gísladóttur. Einar Kr. Guðfinnsson sendi mér línu og sagði þetta eina mestu merkiskonu sem hann hefði kynnst.
„Í ævisögu afa míns og nafna Einars sögu Guðfinnssonar, sem Ásgeir Jakobsson skráði, eru frásagnir af Línu og fádæma dugnaði hennar.“ Lína Dalrós var dóttir Elísabetar Guðmundsdóttur og Gísla „skálda“ Jónssonar, en þau urðu að láta hana frá sér. Gísli orti þessar fallegu vísur um hana:

Fríðikala faldalín

flestir tala um gæði þín,

fjörs um bala bjarta skín

blessuð dalarósin mín.

Frjáls um

...