Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns VG. „Ég er eins og aðrir búin að vera undir mínum feldi og ég er ekki búin að taka neina ákvörðun enn þá
Frá lyklaskiptum Bjarkey Olsen útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns VG. Svandís Svavarsdóttir gefur enn ekkert upp um formannsframboð.
Frá lyklaskiptum Bjarkey Olsen útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns VG. Svandís Svavarsdóttir gefur enn ekkert upp um formannsframboð. — Morgunblaðið/Eggert

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns VG. „Ég er eins og aðrir búin að vera undir mínum feldi og ég er ekki búin að taka neina ákvörðun enn þá. En útiloka alls ekki neitt,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið en hún gerir ráð fyrir því að hún muni greina frá ákvörðun sinni um miðja viku.

...