Afturelding leikur til úrslita í umspilinu um sæti í Bestu deild karla í fótbolta annað árið í röð eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni í Grafarvogi í gær, í seinni undanúrslitaleik liðanna. Afturelding vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3:1,…
Sigur Leikmenn Aftureldingar með Aron Jóhannsson í fararbroddi ánægðir í leikslok í Grafarvogi. Þeir eru einum leik frá Bestu deildinni.
Sigur Leikmenn Aftureldingar með Aron Jóhannsson í fararbroddi ánægðir í leikslok í Grafarvogi. Þeir eru einum leik frá Bestu deildinni. — Morgunblaðið/Eyþór

Afturelding leikur til úrslita í umspilinu um sæti í Bestu deild karla í fótbolta annað árið í röð eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni í Grafarvogi í gær, í seinni undanúrslitaleik liðanna.

Afturelding vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3:1, sigraði þar með 3:1 samanlagt, og mætir því Keflavík í úrslitaleiknum á Laugardalsvellinum næsta laugardag klukkan 14.

Umspilið fór fram í fyrsta skipti í fyrra og þá vann Vestri sigur á Aftureldingu, 1:0, í framlengdum úrslitaleik.

Leikurinn í Grafarvogi var tilþrifalítill. Afturelding lék þéttan varnarleik og gaf nánast engin færi á sér og Fjölnismenn ógnuðu marki Mosfellinga sárasjaldan. Jökull Þorkelsson í marki Aftureldingar varði þó vel frá Bjarna Þór Hafstein undir lok leiksins.