Lög­regl­an á Aust­ur­landi seg­ir ekki tíma­bært að gefa upp dánar­or­sök í máli eldri hjóna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Nes­kaupstað í lok ágústmánaðar.

Einn er í haldi lög­regl­u grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana og renn­ur gæslu­v­arðhald yfir hon­um út 4. októ­ber nk. Yf­ir­heyrsl­ur yfir mann­in­um eru enn í gangi, að sögn Kristjáns Ólafs Guðna­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns á Aust­ur­landi. „Rann­sókn á mál­inu er enn í full­um gangi og við bíðum eft­ir ra­f­ræn­um gögn­um og niður­stöðum líf­sýn­a­rann­sókn­ar,“ seg­ir Kristján Ólaf­ur en lög­regl­an hef­ur fengið í hend­ur bráðabirgðaniður­stöður úr krufn­ingu á hjón­un­um sem voru á átt­ræðis­aldri.

Þá hefur lögreglan á Austurlandi heldur ekki viljað gefa upp hvort og þá hvaða vopni maðurinn beitti í árás sinni á hjónin.