Ásgeir Björgvinsson fæddist á Djúpavogi 29. október 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 11. september sl. eftir stutt veikindi.

Foreldrar hans voru: Steinunn Dagmar Snjólfsdóttir, f. 21. maí 1907, d. 6. febrúar 1994 og Björgvin Björnsson, f. 4. apríl 1904, d. 23. október 1993.

Ásgeir var elstur fimm systkina, þau eru: Svavar, f. 1931, d. 2016, Snjólfur, f. 1934, d. 2007, Óli, f. 1942, d 2005, Guðlaug, f. 1946.

Árið 1946 fór Ásgeir til náms við Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem húsasmiður og fékk meistararéttindi í greininni 1955.

Eiginkona Ásgeirs var Sjöfn Magnúsdóttir, f. 24. ágúst 1937, d. 12. febrúar 2024.

Börn Ásgeirs og Sjafnar eru: 1) Dagmar, f. 1954,

...