Líbanon Sprengjuregn í bænum Burj el-Shmali í gær þegar Ísraelsher gerði stærstu árás frá upphafi stríðsins við landamærin í suðurhluta Líbanon .
Líbanon Sprengjuregn í bænum Burj el-Shmali í gær þegar Ísraelsher gerði stærstu árás frá upphafi stríðsins við landamærin í suðurhluta Líbanon . — AFP/Bilal Kashmar

Loftárásir Ísraelshers á vígi Hisbollah í Líbanon í gær urðu 274 manns að bana, að sögn líbanska heilbrigðisráðuneytisins. Er það mesta mannfall á einum degi síðan stríð hófst á milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október 2023. Firass Abiad heilbrigðisráðherra Líbanon sagði að 21 barn og 39 konur hefðu fallið í árásunum en frá síðasta þriðjudegi hefðu 5.000 særst. Ísraelsher staðfesti að hann hefði gert árás á meira en 800 vígi Hisbollah í suður- og austurhluta Líbanon í gær.

Á sunnudagsmorgun flúðu hundruð þúsunda Ísraela í norðurhluta Ísraels í sprengjuskýli þegar Hisbollah skutu eldflaugum yfir landamærin.

„Ég lofaði að við myndum breyta öryggisjafnvæginu í norðri – og það er einmitt það sem við erum að gera,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels á öryggisfundi í gær og bætti við að stefna Ísraels væri að koma

...