„Ein með öllu er þjóðarréttur Íslendinga og nánast veisla í huga margra. Ómögulegt er að spilla gleði þeirra og því höfum við haldið prísnum á pylsunum óbreyttum í sjö ár; 350 krónur, þær ódýrustu á Íslandi segja sumir og það eru frábær…
Kaupmenn Jóhanna Eyrún Guðnadóttir og Ásgeir Jónsson hér í búðinni á Tálknafirði, en þangað sækja þorpsbúar matvöru og aðrar nauðsynjar.
Kaupmenn Jóhanna Eyrún Guðnadóttir og Ásgeir Jónsson hér í búðinni á Tálknafirði, en þangað sækja þorpsbúar matvöru og aðrar nauðsynjar. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Ein með öllu er þjóðarréttur Íslendinga og nánast veisla í huga margra. Ómögulegt er að spilla gleði þeirra og því höfum við haldið prísnum á pylsunum óbreyttum í sjö ár; 350 krónur, þær ódýrustu á Íslandi segja sumir og það eru frábær meðmæli,“ segir Jóhanna Eyrún Guðnadóttir kaupmaður á Tálknafirði. Þar í bæ reka þau Ásgeir Jónsson eiginmaður hennar matvöruverslunina Hjá Jóhönnu, þar sem fólk getur gengið að öllum helstu nauðsynjum vísum og raunar fleiru. Þar verður að halda

...