„Átti kakan að vera í afmæli?“ sagði einn. Ég játti því, þá setti þá hljóða þar til einn sagði: „Úff – þetta væri hræðilegt!“
Guðrún Guðlaugsdóttir
Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir

Mikið hefur að undanförnu verið rætt um uppeldi barna og upplýsingu þeirra vegna ýmissa hörmulegra atburða.

Fyrir skömmu gistu í stofunni hjá mér þrír 12 ára drengir úr barnabarnahópnum. Þeir komu sér ágætlega fyrir með teppum og koddum í sófum og á dýnum. Ég leit inn til þeirra og spurði hvort þeir ætluðu ekki að fara að sofa en þeir voru að horfa á mynd sem þeir reyndar settu á „stopp“ þegar ég kom. Ég spurði hvort við ættum ekki að fara með „faðirvorið“. Þeir tóku dræmt undir það en hlustuðu þolinmóðir á mig fara með bænina.

Morguninn eftir fengu strákarnir hafragraut og síðan fóru þeir aftur inn í stofu, horfandi hver á sinn síma. Ég hugsaði til umræðunnar og ákvað að spjalla aðeins við börnin. Fór inn til þeirra og sagði þeim í óspurðum fréttum að

...