Er samfélag okkar orðið svo ómanneskjulegt að náunginn skiptir okkur ekki lengur máli?
Einar Ingvi Magnússon
Einar Ingvi Magnússon

Einar Ingvi Magnússon

Sagt hefur verið að einsemd og fylgikvillar hennar séu nú sem aldrei fyrr að sliga fólk þrátt fyrir alls konar tómstundaiðkun sem í boði er, afþreyingarefni fjölmiðla og ógrynni alls kyns upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Nágrannar eru margir ókunnugir og vita lítið hver um annan nema helst hvers konar bílum þeir aka. Við berum sorgir okkar einir og sálarkvalir sem ekki sjást utan á okkur þegar við förum út eða komum heim eða sitjum einir heima.

Stutt er síðan nágranni minn missti unga og fallega eiginkonu sína úr skæðum sjúkdómi. Ég frétti það fyrst þegar ég las dánartilkynninguna í Morgunblaðinu. Hvers konar samfélagi búum við í? Erum við stöðugt í endalausum fjáröflunarleiðöngrum með endalausri vinnu eða í skemmtiferðum á sólarströnd án þess að láta okkur umhugað um nágranna okkar? Nú byggjum við orðið tréverk

...