Er ekki helsta markmið Seðlabankans á verðbólgutímum að slá á þenslu í hagkerfinu?
Árni Halldórsson Hafstað
Árni Halldórsson Hafstað

Árni Halldórsson Hafstað

Um daginn heyrði ég fjármálaráðherra lýsa á Bylgjunni eftir fleiri verkfærum til handa seðlabankastjóra í baráttu við verðbólguna. Það leiddi huga minn að grein sem ég fékk birta í Morgunblaðinu fyrir um ári um sanngjarnari leið en vaxtahækkanir til að rjúfa vítahring verðbólgu og vaxta.

Þar stakk ég upp á að seðlabankastjóri gæti beitt skyldusparnaði til viðbótar við vaxtahækkanir. Skyldusparnaður yrði settur á öll laun og sá sparnaður settur á vaxtareikning í eigu launþegans. Þannig mætti minnka peninga í umferð (líka af launum þeirra sem ekkert skulda), án þess að hækka vexti (sem færa eignir frá skuldurum til bankanna og hægja á húsnæðisbyggingum). Hafa ber í huga að skortur á húsnæði er talinn ein af höfuðástæðum verðbólguvárinnar.

Af 40 milljóna skuld hafa

...