Árásir á GPS-kerfi virðast vera hluti af hernaði um þessar mundir. Er þá reynt að brengla kerfið til að verjast drónaárásum sem dæmi. Bandaríska blaðið The Wall Street Journal greinir frá því að þessar árásir bitni þó ekki aðeins á herflugvélum og…

Árásir á GPS-kerfi virðast vera hluti af hernaði um þessar mundir. Er þá reynt að brengla kerfið til að verjast drónaárásum sem dæmi.

Bandaríska blaðið The Wall Street Journal greinir frá því að þessar árásir bitni þó ekki aðeins á herflugvélum og drónum því að þær hafi einnig áhrif á flugleiðsögukerfi farþegavéla. Blaðið leitaði víða fanga og ræddi við marga sem þekkja til í flugheiminum.

Á þessu ári eru geysilega mörg dæmi um að flugmenn hafi þurft að notast við annað en GPS-kerfi í miðju farþegaflugi vegna þess að kerfið fer að senda frá sér rangar upplýsingar. Ýmist hluta leiðarinnar eða jafnvel alla flugleiðina.

Ekki þykir hafa skapast stórhætta vegna þessa en ljóst er að vandinn gerir flugmönnum erfiðara fyrir en ella að stýra vélunum.

...