Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, segir að lögreglunni hafi borist talsvert af myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg 15. september milli klukkan 13 og 18 sama dag og tíu ára stúlka fannst þar látin.

„Okkur hefur borist töluvert af myndefni sem við höfum verið að fara í gegn um. Við eigum eftir að sjá hvort það verði beint gagn að þessu efni eða ekki,“ segir Grímur, en mest myndefni barst eftir að lögregla óskaði eftir aðstoð frá almenningi. Grímur segir að farið hafi fram bráðabirgðageðmat á föður stúlkunnar en það séu stöðluð vinnubrögð í slíkum málum. Hann segist ekki hafa farið yfir hver niðurstaðan sé. Aðrir fjölmiðlar hafa þó slegið því föstu að hann hafi verið metinn sakhæfur.

Grímur segir að sakhæfi sé metið af dómara og það sé meira lögfræðilegt álitaefni en læknisfræðilegt þótt það sé byggt

...