Haukar urðu síðast liða til að tapa stigum í úrvalsdeild karla í handknattleik á nýju tímabili þegar FH-ingar lögðu þá að velli, 30:29, í æsispennandi Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í gærkvöld. Grannliðin eru þar með jöfn á toppi deildarinnar með…
Kaplakrikinn Aron Pálmarsson stöðvar Þráin Orra Jónsson.
Kaplakrikinn Aron Pálmarsson stöðvar Þráin Orra Jónsson. — Morgunblaðið/Eyþór

Haukar urðu síðast liða til að tapa stigum í úrvalsdeild karla í handknattleik á nýju tímabili þegar FH-ingar lögðu þá að velli, 30:29, í æsispennandi Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í gærkvöld.

Grannliðin eru þar með jöfn á toppi deildarinnar með sex stig hvort eftir fjóra leiki en þessi leikur tilheyrði áttundu umferð og var flýtt vegna Evrópuleiks hjá FH. Liðin spila aftur á föstudag í fjórðu umferðinni, FH gegn Stjörnunni og Haukar gegn Fram. Aðrir leikir í umferðinni eru spilaðir á miðvikudag og fimmtudag.

Haukar voru yfir í hálfleik, 17:16, og eftir jafnan síðari hálfleik voru þeir í vænlegri stöðu, yfir 29:27, þegar fimm mínútur voru eftir.

Daníel og Birgir mikilvægir

En þeir skoruðu ekki mark á

...