— AFP/Úkraínska forsetafréttaþjónustan

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu kom á sunnudag til Bandaríkjanna í mikilvæga heimsókn til að kynna „siguráætlun“ sína um hvernig hann ætli að binda enda á tveggja og hálfs árs stríð við Rússa fyrir Joe Biden forseta og forsetaframbjóðendunum Kamölu Harris og Donald Trump. Búist er við að Selenskí reyni á fundi sínum með Biden á fimmtudag að fá samþykki fyrir notkun Úkraínu á langdrægum vopnum. Hingað til hefur hann ekki fengið það. Selenskí sagði að Biden yrði fyrsti erlendi leiðtoginn til að sjá áætlunina í heild sinni en hún yrði síðar kynnt öllum leiðtogum samstarfsríkja Úkraínu.

Í gær heimsótti Selenskí vopnaverksmiðju í Pennsylvaníuríki, þar sem hann m.a. áritaði sprengjuodda eins og sést hér á myndinni.