Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal, sem þróar stafrænt réttarkerfi, hefur fengið samþykki frá tveimur erlendum ríkjum fyrir innleiðingu lausnarinnar. Annað samþykkið snýr að landsréttarkerfi en hitt að gerðardómstól
Sókn Margrét Anna á von á að starfsmannafjöldinn aukist á næstu misserum samhliða útrás á erlenda markaði.
Sókn Margrét Anna á von á að starfsmannafjöldinn aukist á næstu misserum samhliða útrás á erlenda markaði. — Ljósmynd/María Kjartansdóttir

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal, sem þróar stafrænt réttarkerfi, hefur fengið samþykki frá tveimur erlendum ríkjum fyrir innleiðingu lausnarinnar. Annað samþykkið snýr að landsréttarkerfi en hitt að gerðardómstól.

Samþykkið er forsenda fyrir því að hægt sé að selja og markaðssetja lausnir fyrirtækisins á viðkomandi mörkuðum.

Mikið samkeppnisforskot

Engin sambærileg kerfi eru í boði erlendis, sem veitir fyrirtækinu mikið samkeppnisforskot að sögn Margrétar Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda félagsins.

„Við munum tilkynna hver þessi lönd eru með haustinu. Við höfum á síðustu misserum verið í sambandi við

...