Af hverju stendur á farþegaskrám?

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hún lagði áherslu á að Íslendingar næðu tökum á útlendingamálum; þó þau hefðu „farið úr böndunum“ hefðu stór skref verið stigin til batnaðar.

Undir það má taka, en betur má ef duga skal.

Fyrir meira en fimm árum sendi greiningardeild ríkislögreglustjóra frá sér „svarta skýrslu“ um skipulagða glæpastarfsemi. Þá sem oftar var bent á hve mikilvægt skilvirkt landamæraeftirlit væri í þeirri baráttu, þar á meðal að farið væri yfir farþegaskrár áður en flugvélar að utan lentu hér.

Fimm árum síðar skila enn ekki allir flugrekendur, sem hingað fljúga, af sér farþegaskrám áður en lagt er í hann yfir hafið. Þorri þeirra gerir það vissulega, svo unnt er að skima yfir nöfn um 93% farþega á

...