Þjóðleikhúsið Taktu flugið, beibí! ★★★½· Eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur. Leikstjórn og leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Tónlist: Salka Valsdóttir. Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir. Hljóðhönnun: Brett Smith og Salka Valsdóttir. Leikendur: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins fimmtudaginn 12. september 2024.
Samkennd „Við vitum vel að því fleirum sem við getum greitt leiðina, því betra samfélag,“ segir í rýni um Taktu flugið, beibí!
Samkennd „Við vitum vel að því fleirum sem við getum greitt leiðina, því betra samfélag,“ segir í rýni um Taktu flugið, beibí! — Ljósmynd/Jorri

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Ung og kraftmikil stúlka reimar á sig strigaskó vinkonu sinnar til að taka þátt í skólahlaupinu. Og helst vinna það. Þá duga ekki þungu klossarnir með innleggjunum sem hún þarf að vera með til að vinna gegn meðfæddum einkennum sem eiga eftir að draga smátt og smátt úr getu hennar til að keppa við samferðafólk sitt á þeirra forsendum.

Ekki síst þar sem umhverfið og viðhorfin skilgreina jafningjagrundvöll á sjálfselskan og ranglátan hátt. Hluti af lífsbaráttunni verður réttindabarátta. Í grunninn eru samt keppikeflin þau sömu hjá henni og okkur öllum: ást, velgengni, fjölskylda. Hamingja. Að finna og skapa sér stað í heiminum og sess í mannlífinu.

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

...