Breiðablik setti enn á ný pressu á Víking í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta með því að sigra Skagamenn, 2:0, á Kópavogsvelli, og Valsmenn björguðu mikilvægu stigi í Evrópubaráttunni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Stjörnunni á Hlíðarenda
Snilldartilþrif Gylfi Þór Sigurðsson skorar eitt af fallegri mörkum tímabilsins og jafnar metin fyrir Val gegn Stjörnunni á Hlíðarenda.
Snilldartilþrif Gylfi Þór Sigurðsson skorar eitt af fallegri mörkum tímabilsins og jafnar metin fyrir Val gegn Stjörnunni á Hlíðarenda. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Besta deildin

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Breiðablik setti enn á ný pressu á Víking í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta með því að sigra Skagamenn, 2:0, á Kópavogsvelli, og Valsmenn björguðu mikilvægu stigi í Evrópubaráttunni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Stjörnunni á Hlíðarenda.

Blikar eru þremur stigum á undan Víkingum sem mæta FH-ingum í Fossvogi annað kvöld og geta þar með jafnað metin á nýjan leik.

Blikar þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum en komust yfir á sjálfsmarki eftir fyrirgjöf Davíðs Ingvarssonar. Síðan gulltryggði Ísak Snær Þorvaldsson sigurinn með glæsilegu skoti frá vítateig á lokamínútu uppbótartímans, eftir sendingu frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

...