— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sumarveðrið sem landsmenn hafa kallað eftir síðustu mánuði átti óvænta innkomu nú í september. Blár himinn, logn og rjómablíða hefur leikið við landsmenn síðustu daga og hafa margir nýtt tækifærið og notið útiveru áður en hausthretið skellur á. Blíðviðrisdagarnir eru senn á enda en skýjað verður næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar. Búast má við rigningu og slyddu, jafnvel snjókomu, á norðan- og austanverðu landinu. Blái himinninn sem sést hér á myndinni verður því hvergi sjáanlegur.