Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur lést sunnudaginn 22. september, 85 ára að aldri.

Þóra fæddist í Reykjavík 23. janúar 1939 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Kristján Garðarsson Gíslason stórkaup­maður og Ingunn Jónsdóttir húsfreyja.

Þóra gekk í Ísaksskóla og Melaskóla og varð stúdent frá MR 1959. Hún stundaði nám í listasögu í Uppsölum frá 1959-1961 og eftir það við Stokkhólmsháskóla. Las þar auk listasögu m.a. mannfræði og leikhúsfræði og lauk fil.cand.-prófi 1966. Lauk MA-prófi frá Háskóla Íslands árið 2003 með áherslu á listsagnfræði.

Á námsárum sínum 1965-67 vann hún á Listasafni Íslands, var fréttamaður á fréttastofu RÚV 1968-1974 og annaðist listræna starfsemi í Norræna húsinu frá 1974-80. Var í nokkur ár listráðunautur Kjarvals­staða og stóð þar fyrir mörgum merkum sýniningum, m.a. fyrstu sýningu á verkum Thorvaldsens utan Danmerkur.

Síðar var Þóra fyrst listfræðinga ráðin til Þjóðminjasafnsins. Þar lagðist hún i rannsóknir og beindi

...