Spænski miðjumaðurinn Rodri, einn besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, leikur væntanlega ekki meira með Manchester City á þessu tímabili en hann er með slitið krossband í hné. Rodri var valinn besti leikmaður EM í Þýskalandi í sumar, þar sem…
Lykilmaður Rodri hefur verið afar sigursæll undanfarin ár.
Lykilmaður Rodri hefur verið afar sigursæll undanfarin ár. — AFP/Oscar del Pozo

Spænski miðjumaðurinn Rodri, einn besti knattspyrnumaður heims síðustu ár, leikur væntanlega ekki meira með Manchester City á þessu tímabili en hann er með slitið krossband í hné. Rodri var valinn besti leikmaður EM í Þýskalandi í sumar, þar sem hann varð Evrópumeistari með Spánverjum, og besti leikmaður Meistaradeildarinnar 2022-23. Hann hefur orðið enskur meistari með City undanfarin fjögur ár og fjarvera hans er liðinu mikið áfall.