Of miklir fjármunir eru teknir frá vegna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þar munar um hátt í 100 milljarða offjárfestingu í borgarlínu.
Elías Elíasson
Elías Elíasson

Elías Elíasson

Viðauki samgöngusáttmálans sem er í samþykktarferli er merkilegur, m.a. fyrir þær upplýsingar sem fylgja honum ekki. Mikilvægir kostnaðarliðir vegna Borgarlínu eru faldir, forgangsröðun órökstudd, fjárþörf blásin upp með óþarfa kröfum um gæði Borgarlínu og fleira. Síðast en ekki síst sjá íbúar Reykjavíkur fram á sívaxandi umferðartafir á helstu götum borgarinnar í áratug eða meir.

Alþjóðlega viðurkennd aðferðafræði

COWI býður upp á alþjóðlega viðurkennda aðferðafræði, félagslegar greiningar, sem reikna ábata þeirra sem ferðast um borgarsvæðið og arðgjöf framkvæmda út frá þeim tíma sem sparast í umferðinni þegar flæði umferðar er bætt með nýjum framkvæmdum ásamt fækkun slysa o.fl. Ferðatíminn er reiknaður fyrir hvern hina ýmsu ferðamáta, hjól, bíl og strætó.

...