Ríkisstjórnin hangir á lyginni einni.
Lárus Þór Guðmundsson
Lárus Þór Guðmundsson

Lárus Þór Guðmundsson

Linkindin er orðin eitt af þjóðareinkennum okkar Íslendinga, jafnvel meira áberandi en sauðkindin. Við erum orðin gríðarlega undanlátssöm á flestum sviðum. Ávallt reiðubúin að mæta einhverjum málefnum með það að markmiði að koma til móts við þá sem telja sig ekki njóta sannmælis, meðvirknin alger!

Litlu eða engu virðist skipta um hvað málið eða málstaðurinn snýst. Þjóðarsálin er orðin sundruð í afstöðu sinni til hinna ýmsu málefna og hreinlega rugluð í ríminu vegna mismunandi „frekjumála“ sem tröllríða samfélaginu. Eitt lítið dæmi þessa endalausa núnings er nýliðin Eurovision-söngvakeppni þar sem hótanir og fúkyrði réðu ríkjum eftir skoðunum þrætuaðila.

Innflytjendur eru orðnir 80.000, eða um 20% þjóðarinnar. Fjölgun þeirra hefur gerst á ógnarhraða í stjórnartíð

...