Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska A-deildarfélagsins Kortrijk, er einn þeirra sem eru nefndir til sögunnar af BBC sem gætu tekið við starfi knattspyrnu­stjóra velska félagsins ­Cardiff City. Liðið leikur í ensku B-deild­inni, situr þar á…
Flutningur? Freyr hélt Kortrijk óvænt í belgísku A-deildinni í vor.
Flutningur? Freyr hélt Kortrijk óvænt í belgísku A-deildinni í vor. — Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska A-deildarfélagsins Kortrijk, er einn þeirra sem eru nefndir til sögunnar af BBC sem gætu tekið við starfi knattspyrnu­stjóra velska félagsins ­Cardiff City. Liðið leikur í ensku B-deild­inni, situr þar á botninum eftir sex leiki, og stjórinn, Erol Bulut, var rekinn á sunnudaginn. Mikil tengsl eru á milli Kortrijk og Cardiff þar sem malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan er eigandi beggja félaganna.