Skjár Ólafur Elíasson listamaður.
Skjár Ólafur Elíasson listamaður.

Listaverk Ólafs Elíassonar, „Lifeworld“, mun prýða risaskjái Piccadilly Circus í London í október. Um er að ræða eitt eftirsóttasta auglýsingapláss heims og eitt af höfuðeinkennum borgarinnar. Í umfjöllun Guardian er sagt að með listaverki Ólafs sé gerð tilraun til þess að hægja á hlutunum. Í stað æpandi auglýsinga mun almenningur hafa fyrir sjónum móðukennd vídeóverk. „Ólíkt því sem við eigum að venjast, þar sem allar myndir eru í háskerpu og hver pixill nýttur til þess að tryggja að auglýsendur fái sem mest fyrir peninginn, þá leyfum við hér pixlunum að flæða óhindrað og það ríkir um leið óvissa,“ hefur miðillinn eftir Ólafi. Umrætt listaverk Ólafs verður sýnt á fjórum stöðum í heiminum: London, Seúl, Berlín og á Times Square í New York. Verkið í New York verður sýnt á svipuðum tíma og forsetakosningar fara þar fram.