Framboð Svandís Svavarsdóttir vill verða næsti formaður VG.
Framboð Svandís Svavarsdóttir vill verða næsti formaður VG. — Morgunblaðið/Eyþór

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra ætlar að bjóða sig fram til formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, VG. Þetta staðfesti hún við blaðamann mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

Landsfundur flokksins verður haldinn í byrjun næsta mánaðar. Verður þar meðal annars kosið um forystu flokksins og afstaða tekin til ályktunar, sem kom frá nokkrum flokksmönnum, um stjórnarslit.

Áður hafði núverandi formaður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, lýst því yfir að hann hygðist ekki gefa kost á sér áfram en ætlaði að styðja Svandísi sem formann og gefa kost á sér sem varaformaður.

Jódís Skúladóttir þingmaður VG gefur einnig kost á sér í embætti varaformanns. Þá upplýsti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér sem formaður

...