Fullveldi þjóðarinnar er sannarlega undir þegar erlend lög og reglur hafa forgang yfir okkar eigin.
Anton Guðmundsson
Anton Guðmundsson

Anton Guðmundsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins boðar aðeins eitt frumvarp á þingvetrinum og það er endurflutt frumvarp um hina umdeildu bókun 35. Með frumvarpinu er ætlunin að gera nauðsynlegar breytingar til þess að bæta innleiðingu bókunar 35 við EES-samninginn og „tryggja fulla virkni hans hér á landi í þágu einstaklinga og lögaðila“, segir í þingmálaskránni.

Hvað er Bókun 35?

„EES-bókun 35“ er ákvæði sem tengist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Bókunin fjallar um hvernig samspili á milli EES-reglna og þjóðarréttar (innlendra laga) er háttað. Í stuttu máli fjallar Bókun 35 um að EFTA-ríkin innan EES (eins og Ísland, Noregur og Liechtenstein) þurfi að tryggja að þegar árekstur verði á milli innlendra laga og EES-reglna hafi

...