Sara Innamorato sýslustjóri Allegheny-sýslu og Christina Cassotis, forstjóri flugvallarins í Pittsburgh, voru hluti af sendinefndinni frá borginni.
Sara Innamorato sýslustjóri Allegheny-sýslu og Christina Cassotis, forstjóri flugvallarins í Pittsburgh, voru hluti af sendinefndinni frá borginni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Christina Cassotis, forstjóri flugvallarins í Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, vonast til að hægt verði að hefja flug til borgarinnar frá Íslandi fyrr á næsta ári en gert var á þessu ári.

Icelandair hóf flug til Pittsburgh 17. maí sl. og mun fljúga til borgarinnar til loka október nk.

„Við erum að bíða eftir ákvörðun um þessi mál,“ segir Cassotis en hún var stödd hér á landi í síðustu viku ásamt sendinefnd frá borginni.

Tilgangur heimsóknarinnar var að styrkja tengslin milli Pittsburgh og Íslands og leita nýrra tækifæra, beggja vegna.

Margt líkt

„Það er margt líkt með Pittsburgh og Reykjavík. Afþreying, íþróttir og menningarstarfsemi er öll mjög aðgengileg á sama tíma og það tekur stuttan

...