Jepp­ling­ur sem sást ofan á ruslagámi í Flórída vakti mikla furðu veg­far­enda á dög­un­um. Málið hef­ur nú verið upp­lýst, en staðsetn­ing bíls­ins tengd­ist óheppi­legu bíla­stæðavali og lyft­ara. Bygg­ing­ar­starfs­menn voru við vinnu á svæði þar sem jepp­lingn­um hafði verið lagt óleyfi­lega en þeir notuðu þá lyft­ara til að koma hon­um fyr­ir ofan á ruslagámn­um. „Stund­um þegar þú legg­ur þar sem þú átt ekki að leggja get­ur svona gerst,“ er haft eftir bygg­ing­ar­starfs­manni. Jepp­ling­ur­inn var síðar fluttur á löglegt bílastæði. Nánar í furðufréttum á K100.is.